Erlent

Forseti Írans vill ávarpa öryggisráð SÞ

Ahmadinejad vill fá tækifæri til þess að verja kjarnorkuáætlun þjóðar sinnar áður en atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir fer fram.
Ahmadinejad vill fá tækifæri til þess að verja kjarnorkuáætlun þjóðar sinnar áður en atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir fer fram. MYND/AFP

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur beðið um leyfi til þess að ávarpa öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til þess að verja kjarnorkuáætlanir þjóðar sinnar. Forseti öryggisráðsins, hinn Suður-afríski Dumisani Kumalo, skýrði frá þessu nú í kvöld.

Kumalo sagðist hafa fengið bréf frá sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum og að í því væri beiðni frá Ahmadinejad um að fá að vera viðstaddur þegar að öryggisráðið myndi greiða atkvæði um hvort ætti að hefja harðari refsiaðgerðir gegn Íran. Bandaríkin, Frakkland, Bretland, Kína, Rússland og Þýskaland hafa náð samkomulagi um að hefja refsiaðgerðir gegn Íran á ný vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Búist er við því að atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðirnar fari fram í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×