Erlent

Mikil spenna í Ekvador

Rafael Correa, forseti Ekvador.
Rafael Correa, forseti Ekvador. MYND/AP

Fjölmenni gerði árásir að þingmönnum í Ekvador í dag. Múgurinn henti steinum í þá og lömdu bíla þeirra en átök á milli stjórnarandstöðuþingmanna, sem eru í meirihluta, og forsetans Rafael Correa, aukast sífellt.

Hópurinn sem réðist að þingmönnunum gerði það til þess að koma í veg fyrir að þeir reyndu að stöðva áætlanir Correa um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu en þingmennirnir voru á leið sinni í hæstarétt landsins. Þar ætluðu þeir að leggja fram kæru til þess að reyna að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárþing fari fram þann 15. apríl næstkomandi. Ekki var ljóst hvort að einhverjir þingmenn hefðu slasast en lögregla handtók þónokkra úr hópi mótmælenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×