Erlent

Miklu hættulegra að fara á skíði

Nægur skíðasnjór er að verða fjarlægur draumur.
Nægur skíðasnjór er að verða fjarlægur draumur.

Ein afleiðing hlýnunar jarðar er sú að slysum á skíðasvæðum hefur fjölgað gríðarlega, vegna minni snjókomu. Í frönsku Ölpunum hefur slysum fjölgað um 163 prósent á síðustu tveimur árum. Ein ástæðan er sú að fólk gefst upp á að skíða í snjólitlum troðnum brekkum og fer útfyrir þær. Það er ávísun á slys, nema skíðamennirnir séu þeim mun betri.

Einnig er algengt að grjóthnullungar standi upp úr troðnum skíðabrekkum, og þótt þeir séu afgirtir með flöggum og gulum borðum tekst mörgum að skíða beint á þá. Og hætturnar hverfa ekki þótt menn flytji sig á svæði þar sem er nægur snjór, eins og í Zermatt í svissnesku Ölpunum. Þar er mannfjöldinn orðinn svo mikill að slysum vegna árekstra hefur fjölgað stórlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×