Erlent

Castro tilbúinn í næstu forsetakosningar

Fidel Castro, forseti Kúbu.
Fidel Castro, forseti Kúbu.

Forseti kúbverska þjóðþingsins segir að Fidel Castro sé hinn hressasti og verði tilbúinn til þess að bjóða sig enn einusinni fram til embættis forseta í mars á næsta ári. Ricardo Alarcon segir að Castro taki fullan þátt í stjórn landsins og að leitað sé til hans með meiriháttar ákvarðanir.

Fidel Castro er áttræður og hefur verið forseti Kúbu í 47 ár. Hann hefur setið lengur í embætti forseta en nokkur annar maður í heiminum. Hann hefur ekkert sést opinberlega síðan hann gekkst undir mikla skurðaðgerð á síðasta ári. Öðru hvoru birtast þó myndir af honum í blöðunum þar sem hann er jafnan að lesa eitt af dagblöðum dagsins.

Og vinur hans Hugo Chavez, forseti Venesúela, er óþreytandi við að gefa yfirlýsingar um að hann hafi talað við Castro í síma og að hann sé í fínu formi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×