Erlent

Lögðu hald á 13 milljarða íslenskra króna

Bush forseti Bandaríkjanna og Calderon, forseti Mexíkó, ræða hér málin. Báðir hafa reynt að herða aðgerðir gegn eiturlyfjahringjum sem starfa við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna.
Bush forseti Bandaríkjanna og Calderon, forseti Mexíkó, ræða hér málin. Báðir hafa reynt að herða aðgerðir gegn eiturlyfjahringjum sem starfa við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. MYND/AFP
Lögreglan í Mexíkó lagði í dag hald á 13 milljarða íslenskra króna við leit í höfuðstöðum eiturlyfjahrings í Mexíkóborg. Upphæðin er tvisvar sinnum hærri en lagt var hald á allt árið í fyrra. Þetta er mesta magn peninga sem nokkru sinni hefur verið gert upptækt í Mexíkó.

Lögreglan lagði einnig hald á ökutæki, vopn og talsvert magn eiturlyfja. Alls voru sjö einstaklingar handteknir og hafa þeir verið ákærðir fyrir að flytja inn ólögleg efni til amfetamíngerðar.

Stjórnvöld í Mexíkó hétu því nýlega að beita sér af enn meiri hörku gegn eiturlyfjahringjum í landinu. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×