Erlent

Mikill viðbúnaður í Nígeríu

Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, getur ekki boðið sig fram í kosningunum í apríl þar sem hann hefur þegar setið í tvö kjörtímabil.
Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, getur ekki boðið sig fram í kosningunum í apríl þar sem hann hefur þegar setið í tvö kjörtímabil. MYND/AFP
Stjórnvöld í Nígeríu sögðu í dag að lögreglu- og hermenn í landinu væru í viðbragðsstöðu þar sem varaforseta landsins hefur verið meinað að bjóða sig fram í forsetakosningunum en þær fara fram þann 21. apríl næstkomandi.

Varaforsetinn, Atiku Abubakar, hefur höfðað mál til þess að fá að bjóða sig fram. Hann sagði að ákvörðun kjörstjórnar um að setja hann ekki á lista frambjóðanda væri ólögleg og stæðist ekki stjórnarskrá landsins. Talsmenn kjörstjórnarinnar segja á móti að þar sem Abubakar hafi verið ákærður fyrir spillingu geti hann ekki boðið sig fram.

Talið er líklegt að málarekstur eigi eftir að dragast fram í miðjan apríl. Ef það gerist þarf hugsanlega að fresta kosningum svo hægt verði að prenta nýja kjörseðla með nafni Abubakars á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×