Erlent

Segir stjórnvöld hafa lekið nafni sínu til fjölmiðla

Valerie Plame sést hér bera vitni fyrir nefndinni í dag.
Valerie Plame sést hér bera vitni fyrir nefndinni í dag. MYND/AFP
Valerie Plame, fyrrum útsendari bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrti í dag að bandarísk stjórnvöld hefðu vísvitandi afhjúpað hana til þess að ná sér niður á eiginmanni hennar en hann hafði gagnrýnt stjórnvöld harkalega fyrir stríðsreksturinn í Írak.

Þetta kom fram þegar hún var yfirheyrð af nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins í dag.

Lewis „Scooter" Libby, fyrrum aðstoðarmaður Dick Cheneys, varaforseta Bandaríkjanna, var nýlega fundinn sekur um að hafa hindrað rannsókn lögreglunnar en hún var að rannsaka hver hafði sagt fjölmiðlum frá Plame. Libby á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm vegna málsins en dómurinn verður kveðinn upp þann fimmta júní næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×