Erlent

Notuðu lífshættulegt táragas

MYND/AP

Danska lögreglan notaði lífshættulegt og öflugt táragas gegn mótmælendum við Ungdómshúsið á Norðurbrú í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði.

Fram kemur á fréttavef TV2 að Kaupmannahafnarlögreglan hafi viðurkennt mistök sín. Lögreglumenn hafi skotið öflugum Ferret 40 táragashylkjum gegn mannfjöldanum en þau eigi ekki að nota nema í brýnni neyð og þá helst þegar skjóta þarf hylkjunum í gegnum þykkar hurðir eða jafnvel veggi.

Ekki er vitað til þess að neinn hafi særst af völdum hylkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×