Viðskipti erlent

Sími fyrir fullorðna

Stafirnir eru stærri en í öðrum sínum, og notkunin er einföld og auðveld.
Stafirnir eru stærri en í öðrum sínum, og notkunin er einföld og auðveld.
Símafyrirtækið Emporia hefur sent frá sér nýja tegund farsíma, sem er sérstaklega ætlaður eldri borgurum. Síminn er sérstakur fyrir það að stafir á lyklaborði og skjá eru miklu stærri en í öðrum farsímum, og því auðveldari aflestrar. Hægt er að fá tvo skjáliti, svart og appelsínurautt, en á þeim skera stafirnir sig best úr. Þá eru aukaprógrömm afskaplega fá, síminn er eiginlega bara til þess að tala í.

Á bakinu er rauður neyðarhnappur. Ef honum er haldið niðri í 10 sekúndur hringir síminn sjálfkrafa í fyrstu fimm númerin í minninu, þartil einhver einhver ættingi eða vinur svarar, sem getur komið til hjálpar.

Þessir símar hafa verið í notkun í Austurríki í hálft ár, og njóta vinsælda meðal fullorðinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×