Erlent

Viðurkennir árásina á USS Cole

USS Cole búin til heimflutnings eftir árásina.
USS Cole búin til heimflutnings eftir árásina.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að hryðjuverkamaðurinn Walid Mohammad bin Attash hafi viðurkennt að hafa skipulagt sprengjuárásina á bandaríska tundurspilli USS Cole, í Súdan árið 2000. Sautján sjóliðar í áhöfn skipsins létu lífið.

Árásin á Cole er stundum nefnd sem upphafið á sífellt harðnandi árásum á Bandaríkin. Fljótlega eftir árásina á tundurspillinn var gerð árás á sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkjum, og svo loks árásirnar á New Yoirk og Washington.

Walid Mohammad bin Attash, sem situr í fangabúðum Bandaríkjanna á Kúbu hefur líka viðurkennt að hafa skipulagt fjölmörg önnur ódæðisverk, þar á meðal árásir á sendiráð Bandaríkjanna í Kynya og Tanzaníu, þar sem samtals 213 létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×