Erlent

Lélegur brandari

Það getur verið varasamt að segja brandara á Kastrup flugvelli.
Það getur verið varasamt að segja brandara á Kastrup flugvelli.

Tuttugu og níu ára gamall Kaupmannahafnarbúi hefur verið dæmdur í tíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að segja að hann væri með skammbyssu. Það þótti lélegur brandari á Kastrup flugvelli, þar sem maðurinn var að fara um borð í flugvél til útlanda.

Við gegnumlýsingu á bakpoka mannsins sást slíðurhnífur. Hann var spurður hvort hann væri með hníf í pokanum og sagði þá; "Já, og skammbyssu." Eftir fjögurra tíma yfirheyrslu taldi lögreglan að hann væri ekki hættulegur. Hann var hinsvegar kærður fyrir hótanir og ólöglegan vopnaburð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×