Erlent

Ísraelar hunsa Norðmann

Raymond Johansen og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Hamas.
Raymond Johansen og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Hamas. MYND/AP

Ísraelar hafa aflýst öllum fundum með Raymond Johansen, ráðuneytisstjóra norska utanríkisráðuneytisins. Johansen er í Miðausturlöndum og átti í gær fund með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Hamas í þjóðstjórn Palestínumanna. Hann átti að hitta ísraelska ráðamenn í dag, en þeim fundum var aflýst.

Noregur er eina vestræna landið sem hefur viðurkennt hina nýju þjóðstjórn Palestínumanna. Önnur vesturlönd segja að ekki verði rætt við Hamas, meðan samtökin neita að viðurkenna Ísraelsríki, og afneita ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×