Erlent

Hóta að draga úr valdi FBI

Glenn A. Fine að bera vitni fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar í dag.
Glenn A. Fine að bera vitni fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar í dag. MYND/AFP
Þingmenn í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa hótað því að afnema þær lagaheimildir sem Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur til þess að rannsaka hugsanlega hryðjuverkamenn. Á þetta við um bæði demókrata og repúblikana.

Hótanirnar koma eftir að yfirmaður innra eftirlits dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Glenn A. Fine, kynnti niðurstöður skýrslu sem hann hefur unnið eftir að hafa kynnt sér starfshætti FBI. Samkvæmt niðurstöðum hennar misnotaði FBI gróflega þær heimildir sem að hún hefur í lögum til þess að rannsaka einstaklinga.

Þingmenn sögðu að lögin, sem voru sett eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001, gerðu Bandaríkin kannski öruggari, en enn mikilvægara væri að huga að öryggi stjórnarskrárinnar.

Samkvæmt núgildandi lögum getur FBI skoðað öll gögn um hvern sem er ef þau aðeins segja að hann gæti hugsanlega verið viðriðinn hryðjuverkastarfsemi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×