Viðskipti erlent

Sýndarheimar 70 milljarða virði

Úr World of Warcraft
Úr World of Warcraft

Markaður fyrir hlutverkatölvuleiki sem fólk spilar yfir netið er talinn vera meira en 70 milljarða króna virði á ári. Talið er að markaðurinn muni enn vaxa og vera helmingi meira virði fyrir árið 2011. Þetta er niðurstaða sérfræðinga tæknitímaritsins Screen Digest. Milljónir manna um heim allan eyða töluverðum hluta af tíma sínum í þessum sýndarheimum, til að mynda eru um 7,6 milljónir spilara skráðir í leikinn World of Warcraft og þeim fjölgar um 1500 á dag. Með örðum orðum er þetta samfélag álíka fjölmennt og Búlgaría eða Sviss og fjölgar margfalt hraðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×