Samfylkingin vill fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur 22. mars 2007 19:01 Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill ganga skrefi lengra til að lækka matarverð hér á landi með því að fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, eru hins vegar á móti sölu léttvíns í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Á fundinum sátu formenn allra stjórnmálaflokkanna fyrir svörum, við spurningum sem samtökin telja sín hagsmunamál. Samfylkingin er eini flokkurinn sem svaraði játandi þeirri spurningu hvort næsta skref til lækkunar matvælaverðs yrði niðurfelling innflutningsverndar á landbúnaðarvörur. Formenn hinna flokkanna svöruðu því neitandi og sögðu það ekki tímabært. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar, segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar í byrjun mars ekki duga til. „Við þurfum að lækka innflutningstollana til þess að við getum borið okkur saman við hin Norðurlöndin," segir Ingibjörg. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að þeir myndu ekki fella niður innflutningsvernd nema í samræmi við alþjóðlega samninga. „Við teljum að það sé ekki hægt að gera það í bráð. Hins vegar er það alveg ljóst að innflutningsvernd verður minni í framtíðinni. Þetta er spurning um það með hvaða hætti og hvers konar aðlögun landbúnaðurinn fær," segir Geir. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem vill leyfa sölu léttvíns og öls í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir voru hjá Samfylkingu en formenn hinna flokkanna sögðu þvert nei. Kosningar 2007 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill ganga skrefi lengra til að lækka matarverð hér á landi með því að fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, eru hins vegar á móti sölu léttvíns í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Á fundinum sátu formenn allra stjórnmálaflokkanna fyrir svörum, við spurningum sem samtökin telja sín hagsmunamál. Samfylkingin er eini flokkurinn sem svaraði játandi þeirri spurningu hvort næsta skref til lækkunar matvælaverðs yrði niðurfelling innflutningsverndar á landbúnaðarvörur. Formenn hinna flokkanna svöruðu því neitandi og sögðu það ekki tímabært. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar, segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar í byrjun mars ekki duga til. „Við þurfum að lækka innflutningstollana til þess að við getum borið okkur saman við hin Norðurlöndin," segir Ingibjörg. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að þeir myndu ekki fella niður innflutningsvernd nema í samræmi við alþjóðlega samninga. „Við teljum að það sé ekki hægt að gera það í bráð. Hins vegar er það alveg ljóst að innflutningsvernd verður minni í framtíðinni. Þetta er spurning um það með hvaða hætti og hvers konar aðlögun landbúnaðurinn fær," segir Geir. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem vill leyfa sölu léttvíns og öls í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir voru hjá Samfylkingu en formenn hinna flokkanna sögðu þvert nei.
Kosningar 2007 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira