Erlent

Íranar handtaka breska sjóliða úti fyrir ströndum Íraks

Íranski sjóherinn hneppti í morgun 15 breska hermenn í varðhald eftir aðgerðir úti fyrir ströndum Íraks. Eftir því sem breska varnarmálaráðuneytið greinir frá í yfirlýsingu voru hermenn í Konunglega breska sjóhernum að ljúka venjubundnu eftirliti í kaupskipi úti fyrir ströndum Íraks þegar íranski herinn umkringdi báta þeirra og knúði þá til að sigla yfir í landhelgi Írans. Breska ríkisstjórnin hefur krafist þess að hermönnunum fimmtán verði sleppt án tafar og hefur sendiherra Írans í Lundúnum verið kallaður á fund í breska utanríkisráðuneytinu. Ekki liggur fyrir hvers vegna hermennirnir bresku voru teknir höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×