Innlent

Flutningur á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga þoli enga bið

MYND/Vilhelm

Samband íslenskra sveitarfélaga vill að hrundið verði strax af stað heildstæðum flutningi á verkefnum á sviði velferðar-, félags- og menntamála frá ríki til sveitarfélaga. Fram kemur í ályktun sem samþykkt var á landsþingi sambandsins í dag að undirbúningur flutnings á þjónustu við aldraða, fatlaða og rekstur framhaldsskóla og heilsugæslu þoli enga bið.

Efla þurfi sveitarstjórnarstigið og leiðrétta tekjustofna til þess að nærþjónsta við borgarana verði heildstæð og markviss. Þá hvetur landsþingið menntamálaráðherra til að taka vel í hugmyndir sveitarfélaga um að taka við rekstri framhaldsskóla í tilraunaskyni og hefja sem fyrst undirbúning þess verkefnis, en borgin hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í slíku verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×