Þrír frambjóðendur Vinstri - grænna fyrir þingkosningarnar í vor ætla um helgina að heimsækja Suður-Svíþjóð og Danmörku til að kynna stefnumál flokksins fyrir Íslendingum þar. Þetta eru þau Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vinstri - grænum er fyrsti áfangastaðurinn Malmö í Svíþjóð þar sem haldinn verður opinn fundur á morgun klukkan 14.30 að Lugngatan 43. Sunnudeginum verður svo varið í Danmörku þar sem haldinn verður opinn fundur í Kanalhúsinu í Álaborg klukkan 11.30 og í Jónshúsi í Kaupmannahöfn klukkan 20 á sunnudagskvöld.
Keflavík
Grindavík