Viðskipti erlent

Apple TV komið í verslanir vestra

Getty Images
Apple eru byrjaðir að selja nýja Apple TV sjónvarpstengiboxið í verslunum í Bandaríkjunum. Búist er við að íslenskir kaupendur geti nálgast vöruna um miðjan næsta mánuð. Apple TV tengist þráðlaust við tölvur, bæði Apple og PC tölvur og streymir myndskeiðum í sjónvarpið. Boxið er hannað með nýtísku breiðtjaldssjónvörp í huga og er með HDMi tengi við sjónvarp og getur því spilað myndskeið í HD-hágæðaupplausn. Boxið spilar engöngu skrár sem virka með QuickTime hugbúnaðinum frá Apple og styðjast við myndstaðla (codec) frá þeim, eins og H.264 og MPEG-4. Því er ekki hægt að spila .avi eða .mpeg skrár í gegnum Apple TV. Því er gert ráð fyrir að kaupendur Apple TV kaupi bíómyndir og þætti í gegnum iTunes. Innbyggður harður diskur með 40 gb geymsluplássi er í boxinu til að hægt sé að geyma bíómyndir og þætti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×