Viðskipti erlent

Hráolíuverð komið yfir 63 dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu er komið í rúma 63 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað mikið síðan Íranar handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Þá á aukin spenna vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Íran hlut að máli en Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var því fylgjandi á laugardag að herða aðgerðir gegn Írönum. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra á árinu.

Breska ríkisútvarpið segir að spennan hafi skilað sér inn í hærra hráolíuverði.

Verð á hráolíu stendur í 62,96 dölum á tunnu en verð á Brent Norðursjávarolíu stendur í 63,88 dölum á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×