Loftárás bætir við fleiri óvissuþáttum 26. mars 2007 12:45 Þrír týndu lífi og 16 særðust í loftárás Tamíl-tígra á herflugvöll nærri Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem tígrarnir gera loftárás og segir upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins þetta bæta við fleiri óvissuþáttum í landinu. Tvær litlar flugvélar voru notaðar í árásinni og vörpuðu þær tveimur sprengjum á stæði þar sem flugvélar og herþyrlur eru geymdar. Alþjóðaflugvellinum í Colombo, sem stendur við herflugvöllinn, var lokað tímabundið eftir árásina, en hann varð þó ekki fyrir skemmdum. Skelfing greip um sig á flugvellinum þegar sprengingarnar heyrðust og var flugum bæði til og frá honum aflýst og vegum í nágrenninu lokað. Engir óbreyttir borgarar týndu lífi eða særðust í árásinni en þrír á herflugvellinum féllu. Þorfinnur Ómarsson, upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka, segir atburði gærdagsins vissulega bæta við óvissuþáttum. Það hafi verið vita hvernig flugflota stjórnarherinn hefði yfir að ráða og hann væri mun fullkomnari en þær vélar sem tígrarnir notuðu í gær. Ekki hafi verið vitað fyrr en í gær hverju þeir hefðu yfir að ráða. Þorfinnur segir stjórnvöld á Srí Lanka hafa fordæmt aðgerðir tígranna í gær og haldið því fram að þeir hafi ekki alþjóðleg leyfi til að nota þessa flugvélar. Í yfirlýsingu frá tígrunum segir að stjórnarherinn megi búast við álíka árásum í nánni framtíð.Tígrar réðust áður á flugvöllinn árið 2001, þá fórust 18 og þeim tókst að þurrka út um helming flugflota stjórnarhersins. Mikið hefur verið um átök í landinu en vopnahlé hefur þó verið í gildi þar síðan í febrúar 2002. Þrátt fyrir það hafa rúmlega 4.000 manns týnt lífi í átökum síðustu 15 mánuði. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Þrír týndu lífi og 16 særðust í loftárás Tamíl-tígra á herflugvöll nærri Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem tígrarnir gera loftárás og segir upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins þetta bæta við fleiri óvissuþáttum í landinu. Tvær litlar flugvélar voru notaðar í árásinni og vörpuðu þær tveimur sprengjum á stæði þar sem flugvélar og herþyrlur eru geymdar. Alþjóðaflugvellinum í Colombo, sem stendur við herflugvöllinn, var lokað tímabundið eftir árásina, en hann varð þó ekki fyrir skemmdum. Skelfing greip um sig á flugvellinum þegar sprengingarnar heyrðust og var flugum bæði til og frá honum aflýst og vegum í nágrenninu lokað. Engir óbreyttir borgarar týndu lífi eða særðust í árásinni en þrír á herflugvellinum féllu. Þorfinnur Ómarsson, upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka, segir atburði gærdagsins vissulega bæta við óvissuþáttum. Það hafi verið vita hvernig flugflota stjórnarherinn hefði yfir að ráða og hann væri mun fullkomnari en þær vélar sem tígrarnir notuðu í gær. Ekki hafi verið vitað fyrr en í gær hverju þeir hefðu yfir að ráða. Þorfinnur segir stjórnvöld á Srí Lanka hafa fordæmt aðgerðir tígranna í gær og haldið því fram að þeir hafi ekki alþjóðleg leyfi til að nota þessa flugvélar. Í yfirlýsingu frá tígrunum segir að stjórnarherinn megi búast við álíka árásum í nánni framtíð.Tígrar réðust áður á flugvöllinn árið 2001, þá fórust 18 og þeim tókst að þurrka út um helming flugflota stjórnarhersins. Mikið hefur verið um átök í landinu en vopnahlé hefur þó verið í gildi þar síðan í febrúar 2002. Þrátt fyrir það hafa rúmlega 4.000 manns týnt lífi í átökum síðustu 15 mánuði.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira