Innlent

Misskilningur Landssambands eldri borgara

Stjórn Landsambands eldri borgara viðurkennir nú að heilbrigðisráðherra hafi farið að lögum um úthlutun Framkvæmdasjóðs og að málin hafi verið rædd á fundi sjóðsstjórnarinnar. Ásakanir um frjálslega meðferð ráðherra á fé sjóðsins, hafi verið misskilningur



Landsamband eldri borgara hefur gagnrýnt harðlega heilbrigðisráðherra úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra undanfarna daga. Þau orð voru látin falla að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra færi frjálslega með fé úr Framkvæmdasjóðnum. Haldinn var fundur þann 11.desember síðastliðinn um tilraunaverkefni upp á 6,6 milljónir. Verkefnið gekk út á að eldri borgarar önnuðust upplýsingaþjónustu fyrir aldraða. Landsamband eldri borgara hafnaði því og taldi að ekki ætti að úthluta úr Framkvæmdasjóðnum fyrir slíkt verkefni. Sambandið hélt því einnig fram að málið hefði aldrei verið lagt fyrir sjóðsstjórnina.

Jón Helgason stjórnarformaður Framkvæmdasjóðs sendi fjölmiðlum yfirlýsingu og vísaði þessu alfarið frá og sagði ásakanir landsambandsins alvarlegar.

Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri Landsambandsins sagði í samtali við fréttastofu að stjórn sambandsins viðurkenndi að misskilningur hefði verið á ferðinni þegar rætt hafi verið um tilraunarverkefni Heilbrigðisráðuneytisins á fundi með stjórn Framkvæmdasjóðs 11. desember síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×