Erlent

Egyptar kjósa um bann við trúarlegum stjórnmálaflokkum

Fáir kusu í kosningunum í dag.
Fáir kusu í kosningunum í dag. MYND/AFP

Rólegt var á kjörstöðum í Egyptalandi í dag en kosið var um breytingar á stjórnarskrá landsins. Allir helstu stjórnarandstöðuflokkar höfðu sagt fylgismönnum sínum að sniðganga þær þar sem þær banna trúarlega stjórnmálaflokka.

Flokkurinn „Bræðralag Múslima" er nú með um 20 prósent þingmanna og er talið að stjórnvöld séu að reyna að koma honum frá völdum. Einnig á að styrkja völd lögreglunnar til muna.

Gagnrýnendur segja að með hinum nýju lögum sé verið að skapa lögregluríki í Egyptalandi. Áætlað er að kjörsókn hafi verið um 23 til 27 prósent og að úrslit verði kunngjörð á næstu dögum. Stjórnvöld tóku sérstaklega fram að engu máli skipti hversu margir myndu kjósa í kosningunum, ef tillögurnar yrðu samþykktar yrðu þær að lögum. Mannréttindahópar í Egyptalandi sem og annars staðar hafa gagnrýnt lagabreytingarnar harkalega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×