Erlent

Neitar að svara spurningum demókrata

Alberto Gonzales
Alberto Gonzales MYND/AFP
Aðstoðarkona Alberto Gonzales, aðalsaksóknara Bandaríkjanna, neitaði í dag að bera vitni fyrir þingnefnd um brottrekstur átta alríkissaksóknara og skýldi sér á bak við fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Sá viðauki kveður á um að vitni þurfi ekki að svara spurningum ef að svörin gætu leitt til eigin sakfellingar.

Monica Goodling er í starfsliði Alberto Gonzales og tók þátt í að reka mennina átta. Demókratar skylduðu nýverið aðstoðarmenn Bush og Gonzales til þess að bera vitni fyrir nefndinni og vera eiðsvarnir á meðan. Gonzales sætti mikilli gagnrýni vegna málsins og sumir hafa sagt að hann eigi af segja af sér. Gagnrýnendur grunar að saksóknararnir átta hafi verið reknir vegna pólitískra hagsmuna en Gonzales segir að mennirnir átta hafi einfaldlega ekki staðið sig í starfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×