Tónlist

Snoop og Diddy aflýsa tónleikum í Bretlandi

Snoop á sviði í Helsinki nýverið, ásamt dönsurum
Snoop á sviði í Helsinki nýverið, ásamt dönsurum Getty Images

Snoop Dogg og P Diddy hafa ákveðið að hætta við tónleikahald í Bretlandi en Snoop hefur verið synjað um vegabréfsáritun. Talsmaður rapparanna hefur sagt að nú hafi allt verið reynt til að fá ákvörðuninni um synjunina snúið við. Snoop og Diddy áttu að halda tónleika á Wembley í London í kvöld og svo í Cardiff, Manchester, Glasgow og Nottingham næstu daga.

Þeir sem keypt höfðu miða á tónleika kappanna fá endurgreitt. Talsmaður rapparanna bætti við að lokum að þeir væru miður sín vegna niðurstöðu málsins.

Þetta eru ekki fyrstu vandræðin sem Snoop Dogg lendir í á ferðalagi sínu um Evrópu en nýverið var hann handtekinn í Stokkhólmi í Svíþjóð ásamt ónafngreidri sænskri vinkonu sinni, en þau voru grunuð um að hafa brotið fíkniefnalöggjöf með því að reykja marijúana á hótelherbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×