Erlent

Talibönum sleppt fyrir blaðakonu

Talibanar eru gjarnir á að taka gísla.
Talibanar eru gjarnir á að taka gísla.

NATO hefur lýst áhyggjum yfir því að stjórnvöld á Ítalíu slepptu fimm talibönum úr haldi í síðustu viku, í skiptum fyrir blaðakonuna Daniele Mastrogiacomo. Henni var haldið í gíslingu í Afganistan. Bandaríkjamenn og Bretar hafa fordæmt Ítali skýrum orðum. Málið var rætt á lokuðum fundi NATO í Brussel í dag.

Eftir þann fund sagði háttsettur sendifulltrúi hjá bandalaginu að þetta væri eitthvað sem þeir ættu að verða sammála um að gefa eitthvað aftur.

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO nefndi ekki Ítalíu á nafn en sagði að ákvarðanir eins aðildarríkis gæti haft áhrif á önnur.

Scheffer sagði að nokkur bandalagsríkjanna hefðu hvatt til þess að það kæmi sér upp sameiginlegu vinnuferli í gíslatökumálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×