Viðskipti erlent

Væntingar Bandaríkjamanna minnka

Mynd/AFP

Væntingar bandarískra neytenda minnkuðu úr 111,2 stigum í 107,2 stig í þessum mánuði. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni er samdráttur á fasteignamarkaði og hækkun á heimsmarkaði á hráolíu. Í síðasta mánuði höfðu væntingar Bandaríkjamanna ekki mælst hærri í fimm ár.

Fréttaveitan Bloomberg eftir greinendum að það sé fjarri að fólk þurfi að örvænta því þrátt fyrir lækkunina hafi fleiri vinnu nú en áður auk þess launaskrið vestanhafs muni að líkindum mýkja lendingu flestra á fasteignamarkaði. Þá séu ekki vísbendingar um mikinn samdrátt í einkaneyslu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×