Erlent

Ítalskir hermenn verða áfram í Afganistan

180 þingmenn samþykktu tillöguna, 2 voru á móti og 132 sátu hjá. Á Ítalíu er það þannig að ef þingmaður situr hjá telst hann hafa greitt á móti tillögu.
180 þingmenn samþykktu tillöguna, 2 voru á móti og 132 sátu hjá. Á Ítalíu er það þannig að ef þingmaður situr hjá telst hann hafa greitt á móti tillögu. MYND/AFP

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, vann í dag mikilvægan sigur þegar að tillaga hans um að framlengja dvöl ítalskra hermanna í Afganistan var samþykkt. Atkvæðagreiðslan var álitin mikilvæg prófraun fyrir Prodi en hann neyddist til þess að segja af sér í síðastliðnum mánuði eftir að hafa tapað atkvæðagreiðslu um utanríkismál.

Stjórnvöld breyttu nú tillögu sinni og tóku inn í hana nokkrar af tillögum stjórnarandstöðunnar, svo sem að sjá ítölskum hermönnum fyrir betri búnaði. Stjórnvöld tilkynntu líka að þeir myndu ekki taka þátt í vorsókninni gegn talibönum sem fer fram á næstunni.

Ítalar gerðu nýverið samning við uppreisnarmenn um að sleppa fimm talibönum fyrir ítalska fréttakonu. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist ókvæða við og óttast að nú muni uppreisnarmenn ræna enn fleira fólki í von um að félögum þeirra verði sleppt. Sumir hafa sagt að þær þjóðir sem starfa í Afganistan ættu að skrifa undir samkomulag um að semja aldrei við uppreisnarmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×