Erlent

Vilja hermennina heim fyrir 31. mars árið 2008

Æ líklegra þykir að þinginu og Bush eigi eftir að lenda saman vegna tillögunnar.
Æ líklegra þykir að þinginu og Bush eigi eftir að lenda saman vegna tillögunnar. MYND/AFP

Öldungadeild bandaríska þingsins hefur samþykkt að halda áætlun um brottför bandarískra hermanna frá Írak inni í fjárveitingartillögu sem hún mun greiða atkvæði um í næstu viku. Ef tillagan verður samþykkt þá mun hún fara til George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, til undirskriftar en hann hefur marghótað því að beita neitunarvaldi ef það gerist.

Fyrir aðeins fjórum dögum samþykkti fulltrúadeild bandaríska þingsins tillögu sem kveður á um að allir bandarískir hermenn verði að snúa aftur fyrir 1. september 2008. Samkvæmt tillögunni sem að nú er verið að ræða í öldungadeildinni verður byrjað að flytja hermenn frá Írak á þessu ári með því takmarki að flytja þá alla heim fyrir 31. mars árið 2008. Sú dagsetning er þó ekki bindandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×