Erlent

Átök á Gare du Nord

Ungmennin á Gare du Nord lestarstöðinni í dag.
Ungmennin á Gare du Nord lestarstöðinni í dag. MYND/AFP
Lögreglu í París lenti í kvöld saman við ungt fólk sem braut rúður og rændi búðir í Gare du Nord lestarstöðinni. Lögregla beitti táragasti og kylfum til þess að ná stjórn á ástandinu.

Lögregluþjónar með hunda réðust gegn unga fólkinu sem þá brá á það ráð að henda öllu lauslegu í átt að lögreglumönnunum. Þeir brugðust við með því að nota táragas. Flytja þurfti eina konu á sjúkrahús eftir að hún andaði of miklu táragasi að sér.

Átökin hófust seinnipartinn og neyddust samgönguyfirvöld til þess að loka hluta stöðvarinnar í nokkrar klukkustundir. Átökin hófust þegar að maður sem var ekki með miða kýldi tvo eftirlitsmenn. Fleiri tóku svo þátt í barsmíðunum og brátt fór einhver hluti ungmennanna að ráðast gegn lögregluþjónum í og við stöðina. Talið er að um 100 ungmenni hafi tekið þátt í látunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×