Erlent

Kínverjar fyrirbyggja Ólympíuandóf

Shanghai, í Kína.
Shanghai, í Kína. MYND/GVA

Kínversk yfirvöld eru að búa sig undir Ólympíuleikana á næsta ári með því að herða tökin á andófsmönnum. Fulltrúi Mannréttindavaktarinnar, í Hong Kong, segir að andófsmenn geri sér fulla grein fyrir því að þeir geti vakið heimsathygli með mótmælum sínum meðan á leikunum stendur. Hann segir að kínversk yfirvöld geri sér einnig fulla grein fyrir því.

Innanríkisráðherra Kína sagði fyrir nokkrum dögum að ráðast yrði hart til atlögu við fjandsamleg öfl bæði innanlands og utan. Hann las upp lista yfir helstu óvini ríkisins. Á þeim lista voru að venju Falun Gong, aðskilnaðarsinnar og ofstækisfull trúfélög. Undir þennan hatt geta stjórnvöld sett alla þá sem ekki eru hundrað prósent ánægðir með það sem er að gerasst í Kínverska alþýðulýðveldinni.

Nicolas Becquelin, talsmaður Mannréttindavaktarinnar segir að Kínverjar viti vel að þeir verði að taka varlegar en ella á andófsmönnum meðal á Ólympíuleikunum stendur. Því sé nú verið að undirbúa jarðveginn með því að þagga niður í fólki fyrirfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×