Viðskipti erlent

Toyota nálgast toppsætið í bílaframleiðslu

Toyota Corolla.
Toyota Corolla.

Framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum. Toyota er næstumsvifamesti bílaframleiðandi í heimi og stefnir allt í að fyrirtækið taki toppsætið af bandaríska bílaframleiðandanum General Motors í nánustu framtíð.

Þetta mun vera 28. mánuðurinn í röð sem framleiðsla á nýjum bílum eykst hjá Toyota.

Á síðasta ári nam heildarframleiðsla Toyota rétt rúmum 9 milljónum bíla en það var 10 prósenta aukning á milli ára. Til samanburðar framleiddi samkeppnisaðilinn General Motors 9,18 milljón bíla á sama tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×