Erlent

15 mánaða sem sex ný líffæri

Fimmtán mánaða stúlka sneri aftur til síns heima í Ísrael í gær eftir að læknar í Bandaríkjunum græddu í hana sex ný líffæri. Aðgerðin heppnaðist vel og var lífi stúlkunnar bjargað.

Halla Awad og systir hennar Janna þjáðust báðar af sjaldgæfum, arfgengum sjúkdómi sem kemur í veg fyrir að líkaminn taki í sig næringarefni. Læknar í Ísrael gátu ekki hjálpað systrunum og þær því sendar til meðferðar í Bandaríkjunum.

Janna gekkst undir aðgerð skömmu eftir að fjölskyldan kom á sjúrkahús í Miami í fyrrasumar. Aðgerð Höllu var umfangsmeiri og var framkvæmd í síðasta mánuði. Hún fekk grædda í sig nýja lifur, nýjan magan, briskirtil, milta og þarma. Höllu heilsast nú vel. Læknar Höllu eru ánægðir með bata hennar.

Halla fór heim til Ísraels í gær þegar læknar töldu óhætt fyrir hana að leggja í langferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×