Erlent

Ætla að reyna að skilja þær að

Síamstvíburasysturnar, Anastasía og Tatjana, eru samvaxnar á höfði. Læknar í Bandaríkjunum ætla að reyna að skilja þær að í vor. Þeir segja aðgerðina flókna en framkvæmanlega.

Anastasía og Tatíana Dogaru eru þriggja ára. Þær eru fæddar á Ítalíu en ættaðar frá Rúmeníu. Þær hafa verið í Bandaríkjunum frá níu mánaða aldri, nánar tiltekið í Dallas í Texas. Sérfræðingar þar hafa síðan þá rannsakað þær í bak og fyrir og meta það svo að óhætt sé að senda systurnar til aðgerðar í Cleveland í Ohio í vor. Þar á að aðskilja þær.

Systurnar deila æðum í höfði og heilastarfsemi aðeina að litlum hluta samtengd. Læknar systranna segja aðgerðina flókna. Anastasía, sem er stærri, er ekki með virkt nýra og deilir því nýra Tatíönu. Græða þarf því nýtt nýra í Anastasíu og það kemur úr öðru foreldra hennar.

Sérfræðingar segja afar sjaldgæft að símastvíburar séu samvaxnir á höfði, aðeins um ein fæðing af tveimur og hálfri milljón í heiminum. Móðir systranna segist eðlilega áhyggjufull en vilji að aðgerðin verði framkvæmd sem fyrst svo dætur hennar geti lifað eðlilegu lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×