Erlent

Norðmenn fela tóbakið

Óli Tynes skrifar
Reykt í laumi.
Reykt í laumi.

Heilbrigðisráðherra Noregs, Sylvía Brustad, vill að bannað verði að hafa tóbaksvörur uppivið, í verslunum. Þær eiga að fara undir borðið þar sem engin sér þær. Rökin eru þau að börn og unglingar eigi ekki að þurfa að hafa sígarettur fyrir augunum þegar þeir fara út í búð. Einnig sé auðveldara fyrir fólk að hætta að reykja, ef ekki sé sífellt verið að minna það á ósiðinn.

Samtök verslunar og þjónustu eru ekki hrifin. Talsmaður þeirra segir að þetta sé kjánaskapur sem hafi engin áhrif hafi á notkunina. Hann segir að engar rannsóknir liggi fyrir sem sýni að vörukaup minnki, ef varan er falin.

Talsmaður ríkisstofnunar sem rannsakar vímuefni og áhrif þeirra er annarrar skoðunar. Hann telur að önnur lönd muni fylgja fordæmi Norðmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×