Erlent

Flugvél slapp naumlega við geimrusl

Meira en milljón manngerðir hlutir eru á braut um jörðu.
Meira en milljón manngerðir hlutir eru á braut um jörðu.

Það munaði 40 sekúndum að farþegaflugvél frá Chile yrði fyrir braki úr geimfari sem féll til jarðar yfir Suður-Kyrrahafi. Vélin var á leið til Auckland á Nýja Sjálandi. Rússar höfðu varað við því að eitt af geimförum þeirra væri að koma inn í gufuhvolfið, og myndi þar brotna upp og brenna.

Brakið sem kom niður átta kílómetrum fyrir framan vélina var hinsvegar tólf tímum fyrr á ferðinni en búist hafði verið við. Flugumferðarstjórnin á Nýja Sjálandi segir að ekki sé óalgengt að tilkynnt sé að gömul geimför komi inn í gufuhvolfið. Hinsvegar séu þær tilkynningar yfirleitt mjög nákvæmar hvað tímasetningu varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×