Lífið

Olli koffínneysla dauða Önnu Nicole?

Anna Nicole Smith í sveiflu og Howard K. Stern, unnusti hennar, hoppar með.
Anna Nicole Smith í sveiflu og Howard K. Stern, unnusti hennar, hoppar með. MYND/Getty Images

Samsæriskenningar um dauða Önnu Nicole Smith eru enn að spretta upp þrátt fyrir að dánarorsök hennar hafi verið gerð opinber. Fyrirsætan lést þann 8. febrúar síðastliðinn eftir að hafa innbyrgt of mikið af svefnlyfjum fyrir slysni. Nú hefur Fox fréttastofan sett fram nýja kenningu um dauða fyrirsætunnar.

Anna Nicole var á sýklalyfjum en þau geta haft skaðleg áhrif þegar þau blandast við koffín. Þegar Anna Nicole fannst látin á hótelherbergi á Flórída var fjöldinn allur af gosdósum á herberginu. Þegar sýklalyfin blandast koffíni haldur það fólki vakandi og það nær ekki að festa svefn. Kenningin segir að þetta hafi leitt til þess að Anna Nicole hafi tekið inn of stóran skammt af svefnlyfjum, sem á endanum leiddu til dauða hennar.

Umfjöllun Vísis um ástæðu dauða fyrirsætunnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.