Lífið

Dóttir Steve Irwin með náttúrulífsþátt

Steve Irwin heitinn
Steve Irwin heitinn MYND/AP

Bindi Irwin, átta ára gömul dóttir Krókódílamannsins Steve Irwins heitins, mun verða með sinn eigin náttúrulífsþátt í sumar. Ber sjónvarpsþátturinn heitið ,,Bindi: Frumskógarstelpan" og er ætlað að vekja börn til umhugsunar um verndun villts dýralífs.

Bindi byrjaði að taka upp sjónvarpsþáttinn með föður sínum snemma á síðasta ári en Steve lést í september síðastliðnum eftir að hafa fengið stunguskötu í brjóstið. Bindi og móðir hennar, Terri, ákváðu að halda áfram upptökum á sjónvarpsþættinum þrátt fyrir fráfall Steves.

Bindi IrwinMYND/AP

Í þáttunum mun Bindi komast í snertingu við fjölda mismunandi villtra dýra, allt frá snákum tíl fíla svo eitthvað sé nefnt. Verður þátturinn sýndur á Discovery Kids sjónvarpsstöðinni og hefjast sýningar þann 9. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.