Lífið

Halle Berry viðurkennir sjálfsmorðstilraun

Óskarsverðlaunahafinn Halle Berry sem gengur allt í haginn í dag
Óskarsverðlaunahafinn Halle Berry sem gengur allt í haginn í dag MYND/Getty Images

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry hefur viðurkennt að hafa reynt að taka sitt eigið líf. Var það í kjölfar þess að eldheitt hjónaband hennar við hafnarboltastjörnuna David Justice gekk ekki upp. Leikkonan greinir frá þessu í viðtali við Parade tímaritið.

Segir Halle sig hafa setið inni í bíl sínum og látið útblásturinn streyma inn. Þá hafi hún byrjað að sjá fyrir sér að móðir hennar kæmi að henni látinni og sú tilhugsun hafi fengið hana til að sjá að sér. Móðir hennar hafi fórnað svo miklu fyrir börnin sín og ef hún tæki sitt eigið líf væri það ekkert nema sjálfselska. Vanlíðanin hafi eingöngu stafað af slæmu hjónabandinu og henni hafi ekki fundist hún vera neins virði. Halle lofaði sér í kjölfarið að gefast aldrei upp framar og hafi hún staðið við það.

Halle er nú að hitta karlfyrirsætuna Gabriel Aubry sem er 31 árs, en hann er níu árum yngri en leikkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.