Innlent

Nú get ég andað léttar

Formaður MND-félagsins á Íslandi fagnaði í dag áfangasigri í baráttunni fyrir vali fatlaðra til að lifa með hjálp öndunarvélar heima. Þeir sem þurfa á hjálp öndunarvélar að halda eiga nú kost á því að fá slíka þjónustu. Um tilraunaverkefni er að ræða sem nær til sex einstaklinga næstu tvö árin. Rúmlega fimm starfsmenn þarf til að sinna hverjum sjúklingi og kostnaður á ári er um 20 milljónir króna.

Þessi þjónusta kemur til með að gerbreyta lífi fatlaðra sem þurfa á öndunarvélaþjónustu að halda. Þeir fá aðstoð til að búa heima með flókinn tæknibúnað. Verkefnið kynntu félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra í dag.

Evald Krogh er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm. Hann hefur lifað með aðstoð öndunarvélar í mörg ár og stutt MND félagið á Íslandi í baráttu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×