Lífið

Jackson slappur en ekki á spítala

Jackson í Lundúnum nýlega.
Jackson í Lundúnum nýlega. MYND: Getty

Talsmaður söngvarans Michaels Jacksons neitar fréttum um að poppgoðið sé á spítala. Jackson er hins vegar að ná sér af slæmri flensu, segir talsmaðurinn.

"Hann var dálítið slappur þegar hann sneri heim frá Evrópu. Hann fékk slæmt kvef eða flensu. En hann var aldrei fluttur á spítala," segir Raymone Bain talsmaður tónlistarmannsins.

Jackson er í Las Vegas núna við upptökur sem tengjast nýju verkefni sem hann er að fást við. Hann hefur verið að mestu utan almannafæris síðan hann var sýknaður árið 2005 af ákæru um kynferðislega misnotkun á barni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.