Erlent

Sjóliða fórnað fyrir stefnu Bush og Blair

Faye Turney á myndbandi sem sýnt var á írönsku sjónvarpsstöðinni Al-Alam
Faye Turney á myndbandi sem sýnt var á írönsku sjónvarpsstöðinni Al-Alam MYND/AFP

Þriðja bréfið frá sjóliðum í Íran hefur verið birt. Bréfið er frá Faye Turney eina kvenkyns sjóliðanum í 15 manna hópnum sem er í haldi Írana. Í því segir að henni hafi verið fórnað af stefnu Blair og Bush ríkisstjórnanna. Tími sé kominn til að óska þess að ríkisstjórnirnar breyti kúgunar- og afskiptatilþrifum sínum gagnvart öðrum ríkjum.


Tengdar fréttir

Bretar vilja Evrópulönd í lið með sér

Bretar freista þess nú að fá Evrópulönd í lið með sér til að einangra Íran vegna sjóliðadeilunnar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær yfirlýsingu til Íranskra stjórnvalda þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum vegna handtöku sjóliðanna 15. Í yfirlýsingunni er þrýst á stjórnvöld í Teheran að leyfa Breska sendiherranum aðgang að fólkinu.

Blair lýsir viðbjóði á meðferð sjóliða

Tony Blair forsætisráðherra Breta lýsir viðbjóði sínum á meðferð sjóliðanna sem eru í haldi Írana. Íranska stjórnin segir sjóliðana hafa komið ólöglega inn í íranska landhelgi. Blair segir að eina lausnin í málinu sé að sjóliðarnir verði látnir lausir. Þá segir forsætisráðherrann myndskeið af sjóliðunum í írönsku sjónvarpi, ekki blekkja neinn. Tekið verði á málinu af festu en þolinmæði.

Játning sjóliða í írönsku sjónvarpi

Írönsk sjónvarpsstöð sýndi í morgun myndband með þremur af bresku sjóliðunum sem eru í haldi Írana vegna sjóliðadeilunnar. Í því baðst einn sjóliðanna afsökunar á því að hafa farið inn í íranska lögsögu. Forseti Írans Mahmoud Ahmadinejad krefst þess að Bretar biðjist afsökunar á því sem Íranar kalla ólöglega innkomu sjóliðanna í íranska landhelgi.

Segja liðssöfnun Breta ekki hjálplega

Íranska sendiráðið í Bretlandi segir að tilraunir Breta til að fá þriðju aðila í lið með sér í sjóliðadeilunni, hjálpi ekki til við lausn hennar. Bretar séu í nánum samskiptum við írönsk stjórnvöld og vinni að því að leysa deiluna á "gagnkvæman og ásættanlegan" hátt. Málið ætti að leysa með tvíhliða samningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×