Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að rota mann með hnefahöggi

MYND/Ingólfur

Karlmaður á þrítugaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt mann í andlitið þannig að hann rotaðist og hlaut heilahristing. Atvikið átti sér stað í Kringlunni í september í fyrra og játaði maðurinn á sig árásina. Með árásinni rauf maðurinn skilorð vegna annarrar líkamsárásar og var hoft til þess við ákvörðun refsingar. Til refsilækkunar horfði að ákærði hefði játað brot sitt hreinskilnislega og þótti því tveggja mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára hæfileg refsing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×