Innlent

Staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

MYND/GVA

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa naugðað konu á salerni í kjallara á Hótel Sögu aðfaranótt 17. mars síðastliðins. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í gæsluvarðhald mánudaginn 19. mars.

Gæsluvarðhaldið var svo framlengt til 9. maí í Héraðsdómi í fyrradag en þá ákvörðun kærði maðurinn til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms í dag.

Í úrskurði Héraðsdóms er vísað til almannahagsmuna sem sem röksemda fyrir gæsluvarðhaldinu enda sé kominn fram sterkur grundur um að maðurinn hafi framið brotið, en tilviljun ein hafi ráðið því hver varð fyrir því.

Einn dómari í Hæstarétti skilaði séráliti, Jón Steinar Gunnlaugsson, og benti á að ströng skilyrði væru fyrir því að sakborningar yrðu látnir sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Vísaði hann meðal annars til túlkunar mannréttindadómstóls Evrópu sem hefði talið það vera skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi af þessum toga að löggæsluyfirvöld sýndu fram á að það myndi valda röskun á almannafriði ef sakborningi yrði sleppt.

Taldi Jón Steinar lögregluna ekki hafa fært rök fyrir því að skilyrði væru til til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum með tilliti til almannahagsmuna. Því yrði að fella gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×