Erlent

Baðst afsökunar á slælegri umönnun slasaðra hermanna

Bush sést hér tala við einn af hermönnunum.
Bush sést hér tala við einn af hermönnunum. MYND/AFP
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur beðist afsökunar á gæðum þeirrar umönnunar sem slasaðir bandarískir hermenn fá eftir að þeir snúa frá Írak. Hermennirnir hafa þurft að dvelja á sjúkrahúsi þar sem kakkalakkar hlaupa um, veggirnir eru myglaðir og rottur leynast í hverju horni.

Mikið hneyksli þótti þegar að fjölmiðlar komust að því hvernig farið var með hermennina. Ritari bandaríska hersins og tveir hershöfðingjar hafa sagt af sér vegna málsins. Það var fyrir rúmum sex vikum síðan.

Bush fór loks í heimsókn á sjúkrahúsið í dag. Þar baðst hann afsökunar á ástandinu. „Ég biðst afsökunar á því sem þeir þurftu að ganga í gegnum og við ætlum okkur að bæta ástandið." sagði Bush. Á meðan heimsókninni stóð veitti hann hermönnum sem voru alvarlega slasaðir viðurkenningar. Sumir gagnrýndu Bush fyrir að breyta heimsókninni á sjúkrahúsið í fréttaviðburð sér til hagsbóta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×