Handbolti

Grótta burstaði Val og færði Stjörnunni titilinn

Mynd/Vilhelm

Valsstúlkur voru fyrir leikinn eina liðið í deilidnni sem gat komist upp fyrir Stjörnuna í deildinni þó líkurnar væru afar litlar. En Valsstúlkur steinlágu fyrir Seltirningum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi með 9 marka mun, 29-20.

Grótta er í öðru sæti með 31 stig, fjórum stigum á eftir Stjörnunni. En Grótta getur ekki komist upp fyrir Stjörnuna þrátt fyrir að geta tölfræðilega jafnað Garðbæingana að stigum. Stjarnan hefur betur úr innbyrðisviðureignum liðanna í deildinni, með tvo sigra og eitt jafntefli.

Þá geta Valsstúlkur ekki lengur náð Stjörnunni að stigum. Valur er í þriðja sæti með 28 stig og á eftir að leika þrjá leiki, en Stjarnan er Íslandsmeistari, nú með 35 stig og á fjóra leiki eftir. Stjörnustúlkur fá Íslandsmeistaratitilinn afhenda í Ásgarði dag að loknum leik sínum gegn Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×