Lífið

Heather Mills stressuð fyrir næstu viku

Heather Mills kvíðir djæfsporunum
Heather Mills kvíðir djæfsporunum MYND/Getty Images

Fyrirsætan Heather Mills, sem tekur þátt í raunveruleikaþættinum Dansað með stjörnunum eins og áður hefur komið fram, kveðst vera stressuð fyrir keppninni í næstu viku. Þá eigi að dansa djæf. Djæf, eða jive, er mjög hraður dans og mikið hoppað í honum. Heather kvíðir því að taka djæfsporin þar sem hún er með gervifót.

 

Heather sagði í viðtali við NY Post að hún væri stressuð fyrir keppninni í næstu viku: ,,Ég þarf að dansa djæf, hvernig heldur þú að það sé að hoppa á einum fót sem er eins og steypa á meðan hinn fóturinn fer upp og niður eins og trampólín."

 

Fyrri umfjöllun Vísis um Heather og danskeppnina






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.