Erlent

Skemmd í skögultönninni

Fíllinn Tanni, sem á heima í dýragarðinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum, á óskemmtilegan dag í vændum. Á morgun fer hann í heimsókn til tannlæknisins til að láta gera við aðra skögultönnina en hún hefur beðið viðgerðar í heil fjórtán ár. Hann fór raunar til tannlæknis í febrúar en þá kom í ljós að tækin, sem hann átti, voru of lítil til að geta unnið á fílabeininu. Nú er búið að smíða ný tól, þar á meðal bor sem er hálfur metri á lengd og fimm sentimetrar í þvermál. Deyfingin er sögð erfiðasti þáttur aðgerðarinnar en sjálf viðgerðin veldur læknunum litlum áhyggjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×