Risaslagur í NBA í beinni á Sýn í kvöld 1. apríl 2007 14:10 Steve Nash og Dirk Nowitzki mætast í NBA í kvöld NordicPhotos/GettyImages Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar með 61 sigur og aðeins 11 töp, en liðið vann fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Phoenix (54 sigrar - 18 töp) vann hinsvegar síðasta leik liðanna þegar þau mættust í Dallas fyrir hálfum mánuði. Flestir körfuboltaspekingar vestanhafs eru á einu máli um að þar hafi verið á ferðinni besti leikur ársins til þessa. Phoenix hafði þar sigur 129-127 eftir tvíframlengdan háspennuleik. Amare Stoudemire skoraði þá 41 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash var með 32 stig og 16 stoðsendingar - og skoraði meðal annars 10 stig á lokamínútunni í venjulegum leiktíma þegar Phoenix vann upp mikinn mun heimamanna og knúði framlengingu. Steve Nash hjá Phoenix og Dirk Nowitzki hjá Dallas eru góðir vinir síðan þeir léku saman hjá Dallas á árum áður og þeir þykja líklegustu kandidatar í að verða valdir verðmætustu leikmenn ársins í deildinni. Dallas þarf aðeins fjóra sigra í síðustu tíu leikjum sínum til að tryggja sér efsta sætið í allri deildinni og þar með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina líkt og í fyrra. Lið Phoenix hefur ekki náð að brjótast í gegn um Vesturdeildina og komast í úrslit síðustu ár, en það má að hluta til skrifa á meiðsli í herbúðum liðsins. Nú stefnir í að liðið verði fullmannað í úrslitakeppninni og ljóst að liðið verður illviðráðanlegt. Leikurinn í kvöld er því sannarlega frábær upphitun fyrir úrslitakeppnina og þar að auki sýndur beint á Sýn á besta tíma. Til gamans má geta að þetta er ekki eini stórleikurinn í NBA í kvöld, því auk þess mætast Houston og Utah í Vesturdeildinni þar sem liðin berjast um heimavallarréttinn og sæti 4-5. Þá verður líka áhugavert að fylgjast með leik Detroit og Miami í Austurdeildinni, en flestir reikna með því að annað þessara liða fari í úrslitin í vor. Leikur Sacramento og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt. NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira
Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar með 61 sigur og aðeins 11 töp, en liðið vann fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Phoenix (54 sigrar - 18 töp) vann hinsvegar síðasta leik liðanna þegar þau mættust í Dallas fyrir hálfum mánuði. Flestir körfuboltaspekingar vestanhafs eru á einu máli um að þar hafi verið á ferðinni besti leikur ársins til þessa. Phoenix hafði þar sigur 129-127 eftir tvíframlengdan háspennuleik. Amare Stoudemire skoraði þá 41 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash var með 32 stig og 16 stoðsendingar - og skoraði meðal annars 10 stig á lokamínútunni í venjulegum leiktíma þegar Phoenix vann upp mikinn mun heimamanna og knúði framlengingu. Steve Nash hjá Phoenix og Dirk Nowitzki hjá Dallas eru góðir vinir síðan þeir léku saman hjá Dallas á árum áður og þeir þykja líklegustu kandidatar í að verða valdir verðmætustu leikmenn ársins í deildinni. Dallas þarf aðeins fjóra sigra í síðustu tíu leikjum sínum til að tryggja sér efsta sætið í allri deildinni og þar með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina líkt og í fyrra. Lið Phoenix hefur ekki náð að brjótast í gegn um Vesturdeildina og komast í úrslit síðustu ár, en það má að hluta til skrifa á meiðsli í herbúðum liðsins. Nú stefnir í að liðið verði fullmannað í úrslitakeppninni og ljóst að liðið verður illviðráðanlegt. Leikurinn í kvöld er því sannarlega frábær upphitun fyrir úrslitakeppnina og þar að auki sýndur beint á Sýn á besta tíma. Til gamans má geta að þetta er ekki eini stórleikurinn í NBA í kvöld, því auk þess mætast Houston og Utah í Vesturdeildinni þar sem liðin berjast um heimavallarréttinn og sæti 4-5. Þá verður líka áhugavert að fylgjast með leik Detroit og Miami í Austurdeildinni, en flestir reikna með því að annað þessara liða fari í úrslitin í vor. Leikur Sacramento og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt.
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira