Erlent

Hillary slær öll met

MYND/AP

Hillary Clinton hefur að sögn aðstoðarmanna sinna slegið fjáröflunarmet bandarískra forsetaframbjóðenda. Hún hefur þegar safnað yfir 26 milljónum dollara, eða rúmlega 1,3 milljörðum íslenskra króna. Kosningastjóri hennar skýrði fjölmiðlum frá þessu í gærkvöldi.

Þegar Al Gore bauð sig fram árið 2000 hafði hann aðeins safnað 8,9 milljónum dollara á sama tíma.

Talsmenn Hillary bentu um leið á að framlög hefðu komið frá fólki alls staðar að og að flest þeirra hefðu verið undir 100 dollurum, eða um 6.600 íslenskum krónum. Kosningastjóri Clinton vildi þó ekki gefa upp hversu miklu Hillary hefði þegar eytt í kosningabaráttuna.

Fjölmiðlar bíða nú spenntir eftir tölum úr herbúðum Baracks Obama og John Edwards en þeir verða helstu mótframbjóðendur Clinton í forvali demókrata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×